Davíð og Halldór einir um ákvörðun 17. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira