Vill ekki opinbera fundargerðir 21. janúar 2005 00:01 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla. Fréttablaðið rekur í grein í blaði dagsins hvað fram fór á fundum utanríkismálanefndar daga og vikur áður og eftir að Íslendingar lýstu yfir stuðningi sínum við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, vill ekki tjá sig um þessar upplýsingar sem Fréttablaðið virðist hafa komist yfir og þar með þann trúnaðarbrest sem orðið hefur í nefndinni, en samkvæmt þingskaparlögum eru nefndarmenn bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem þeir fá í nefndinni. Sólveig segir að ljóst sé að halda þurfi fund í nefndinni og ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga þar. Hún stefni að því að halda þann fund fljótlega í næstu viku. Aðspurð hvort hún telji að gera eigi fundargerðir og gögn, sem tengjast veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, opinber segir Sólveig að það eigi ekki að gera. Hún bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir því að farið sé með allt sem rætt sé í utanríkismálanefnd og fundargerðir sem trúnaðarmál. Sólveig segir það engu skipta að útgáfur manna á því sem fram fór í nefndinni séu orðnar margar og fjölbreyttar og að menn hafi verið sakaðir um að vera margsaga um aðdraganda málsins. Það réttlæti ekki að trúnaði verði létt af fundargerðum. Hún segir mörg mikilvæg og viðkvæm mál rædd í utanríkismálanefnd og mikilvægt sé að trúnaður sé virtur. Hún segir einnig að það sé alvarlegt mál ef trúnaðarskylda hafi verið brotin og því telji hún að nefndin verði að funda þar sem þessi mál verði rædd sérstaklega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla. Fréttablaðið rekur í grein í blaði dagsins hvað fram fór á fundum utanríkismálanefndar daga og vikur áður og eftir að Íslendingar lýstu yfir stuðningi sínum við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, vill ekki tjá sig um þessar upplýsingar sem Fréttablaðið virðist hafa komist yfir og þar með þann trúnaðarbrest sem orðið hefur í nefndinni, en samkvæmt þingskaparlögum eru nefndarmenn bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem þeir fá í nefndinni. Sólveig segir að ljóst sé að halda þurfi fund í nefndinni og ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga þar. Hún stefni að því að halda þann fund fljótlega í næstu viku. Aðspurð hvort hún telji að gera eigi fundargerðir og gögn, sem tengjast veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða, opinber segir Sólveig að það eigi ekki að gera. Hún bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir því að farið sé með allt sem rætt sé í utanríkismálanefnd og fundargerðir sem trúnaðarmál. Sólveig segir það engu skipta að útgáfur manna á því sem fram fór í nefndinni séu orðnar margar og fjölbreyttar og að menn hafi verið sakaðir um að vera margsaga um aðdraganda málsins. Það réttlæti ekki að trúnaði verði létt af fundargerðum. Hún segir mörg mikilvæg og viðkvæm mál rædd í utanríkismálanefnd og mikilvægt sé að trúnaður sé virtur. Hún segir einnig að það sé alvarlegt mál ef trúnaðarskylda hafi verið brotin og því telji hún að nefndin verði að funda þar sem þessi mál verði rædd sérstaklega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira