Kjarabætur stóðu ekki til 24. janúar 2005 00:01 Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira