Fékk skilorð með skilyrðum 27. janúar 2005 00:01 Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum. Á skilorðstímanum má pilturinn ekki neyta áfengis eða deyfilyfja og er krafist að hann sæti meðferð á stofnun til að venja hann af fíkn sinni. Þá þarf hann að sæta læknismeðferð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi piltsins, fagnar niðurstöðu dómsins sem hann segir rétta og sanngjarna. "Því miður er þessu úrræði allt of sjaldan beitt," segir Sveinn. Tilgangur þessa sérstaka skilorðs er til að tryggja að pilturinn sæti þeirri læknismeðferð sem þarf til að draga úr líkunum á því að hann fremji ný brot. Geðlæknir segir piltinn sakhæfan þrátt fyrir nokkra geðsjúkdóma en aftur á móti sé mjög nauðsynlegt að sjúkdómar piltsins verði meðhöndlaðir. Annars sé einsýnt að afbrigðileg og andfélagsleg hegðun hans muni halda áfram. Pilturinn kom í Hringbrautarapótek vopnaður gasskammbyssu í byrjun september og hótaði starfsstúlku og lyfsala lífláti, en hann vildi fá afhent rítalín. Þá hefur hann hótað og tekið starfsmann veitingastaðar hálstaki og otað hníf að bensínafgreiðslumanni. Í október strauk pilturinn úr gæsluvarðhaldi þegar átti að flytja hann úr fangelsinu á Skólavörðustíg á Litla-Hraun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum. Á skilorðstímanum má pilturinn ekki neyta áfengis eða deyfilyfja og er krafist að hann sæti meðferð á stofnun til að venja hann af fíkn sinni. Þá þarf hann að sæta læknismeðferð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi piltsins, fagnar niðurstöðu dómsins sem hann segir rétta og sanngjarna. "Því miður er þessu úrræði allt of sjaldan beitt," segir Sveinn. Tilgangur þessa sérstaka skilorðs er til að tryggja að pilturinn sæti þeirri læknismeðferð sem þarf til að draga úr líkunum á því að hann fremji ný brot. Geðlæknir segir piltinn sakhæfan þrátt fyrir nokkra geðsjúkdóma en aftur á móti sé mjög nauðsynlegt að sjúkdómar piltsins verði meðhöndlaðir. Annars sé einsýnt að afbrigðileg og andfélagsleg hegðun hans muni halda áfram. Pilturinn kom í Hringbrautarapótek vopnaður gasskammbyssu í byrjun september og hótaði starfsstúlku og lyfsala lífláti, en hann vildi fá afhent rítalín. Þá hefur hann hótað og tekið starfsmann veitingastaðar hálstaki og otað hníf að bensínafgreiðslumanni. Í október strauk pilturinn úr gæsluvarðhaldi þegar átti að flytja hann úr fangelsinu á Skólavörðustíg á Litla-Hraun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira