Áberandi gleraugu eða ósýnileg 7. apríl 2005 00:01 "Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira