EyeToy: Play 2 13. október 2005 19:01 EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði. Þeir fyrstu sem ég prufaði var "Air Guitar" og "Drummin" þar sem markmiðið er að spila á gítar og trommur í takt við lög. Til að byrja með gat ég ekki neitt en þegar réttum handtökum var náð leið komst ég í góðan rokkstjörnufíling. Næstu leikirnir fyrir valinu urðu íþróttaleikirnir, borðtennis, markvarsla, hafnarbolti og box þar sem andstæðingarnir eru hressir og auðveldir viðureignar í byrjun en verða svo erfiðari þegar líður á keppnirnar. Einnig komu tveir leikir sérstaklega vel út en það eru "Mr.Chef" þar sem spilarinn þarf að búa til hamborgara og meðlæti eftir pöntunum og ef hráefnið klárast þarf spilarinn að búa það til ( krydda franskar, skera salat, hrista mjólkurhristinga osfrv.) svo hægt sé að klára pantanir. Hinn leikurinn er "DIY" sem er eins og handlaginn heimilisfaðir ( saga timbur, brjóta og byggja veggi, hamra nöglum í spýtur og fræsa trjágreinar). Fyrir utan leikina fylgir leikjaherbergi þar sem spilað er með liti og hljóð. Auk leikjanna er ýmislegt annað hægt að dunda sér við. Til dæmis er hægt að myndrita skilaboð til einhvers og láta EyeToy fylgjast með heimilinu. Það gerist þegar EyeToy er látið skynja hreyfingu og tekur mynd af þeim sem er að læðupokast. spilarinn getur líka tekið upp öskur og læti og látið EyeToy bregða þeim sem gengur inn í herbergið. Nauðsynlegt er að hafa næga lýsingu fyrir myndavélina svo hún nái að skynja hreyfingarnar og staðsetja sig rúmlega meter frá sjónvarpinu til að ná sem bestum árangri. Framsetning leiksins er fín með litlum vinalegum karakter sem leiðir spilarann áfram og kynnir leikreglunnar. Tónlistin hentar einnig fínt fyrir leikjum af þessu tagi með mismunandi áherslum og stefnum sem passa við hvern leik. Grafíkin er betri en í fyrsta EyeToy leikjapakkanum sem er jákvæð þróun. Þótt að möguleikarnir fyrir EyeToy eru margir þá mun hún nýtast þeim meira sem tengdir eru við netið. Myndavélina verður hægt að nýta vel til að tengja saman spilara á mismunandi stöðum í heiminum og persónugera leikjaumhverfið meira. Aðrir leikjaframleiðendur hafa núþegar nýtt sér tæknina fyrir sína leiki eins og í This Is Football 2005 þar sem spilarar geta smellt andlitsmynd af sér með EyeToy myndavélinni og svo skella myndinni á andlit einhvers leikmanns í leiknum. Fyrir utan að vera vænlegasti fjölskylduleikurinn fyrir Playstation 2 þá er hann einnig hinn heilsusamlegasti. Eftir langa leikjalotu of bókstaflegu hoppiskoppi og karatebrögðum í bland við endalausum handahreyfingum er ágætis líkamsrækt náð. EyeToy er komið til að vera enda eru stórir leikjaframleiðendur eins og Sega farnir að búa til leiki fyrir myndavélina knáu. Niðurstaða Hressandi leikjapakki fyrir alla fjölskylduna. Fín líkamsrækt fylgir með spilun leiksins enda markmiðið að nota allan líkamann til að spila leikina. Ásamt því að geta verið eftirlitsmyndavél fyrir heimilið er EyeToy: Play 2 frábær partíleikjapakki. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: CSE Studios London Útgefandi: Sony Computer Entertainment Franz Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði. Þeir fyrstu sem ég prufaði var "Air Guitar" og "Drummin" þar sem markmiðið er að spila á gítar og trommur í takt við lög. Til að byrja með gat ég ekki neitt en þegar réttum handtökum var náð leið komst ég í góðan rokkstjörnufíling. Næstu leikirnir fyrir valinu urðu íþróttaleikirnir, borðtennis, markvarsla, hafnarbolti og box þar sem andstæðingarnir eru hressir og auðveldir viðureignar í byrjun en verða svo erfiðari þegar líður á keppnirnar. Einnig komu tveir leikir sérstaklega vel út en það eru "Mr.Chef" þar sem spilarinn þarf að búa til hamborgara og meðlæti eftir pöntunum og ef hráefnið klárast þarf spilarinn að búa það til ( krydda franskar, skera salat, hrista mjólkurhristinga osfrv.) svo hægt sé að klára pantanir. Hinn leikurinn er "DIY" sem er eins og handlaginn heimilisfaðir ( saga timbur, brjóta og byggja veggi, hamra nöglum í spýtur og fræsa trjágreinar). Fyrir utan leikina fylgir leikjaherbergi þar sem spilað er með liti og hljóð. Auk leikjanna er ýmislegt annað hægt að dunda sér við. Til dæmis er hægt að myndrita skilaboð til einhvers og láta EyeToy fylgjast með heimilinu. Það gerist þegar EyeToy er látið skynja hreyfingu og tekur mynd af þeim sem er að læðupokast. spilarinn getur líka tekið upp öskur og læti og látið EyeToy bregða þeim sem gengur inn í herbergið. Nauðsynlegt er að hafa næga lýsingu fyrir myndavélina svo hún nái að skynja hreyfingarnar og staðsetja sig rúmlega meter frá sjónvarpinu til að ná sem bestum árangri. Framsetning leiksins er fín með litlum vinalegum karakter sem leiðir spilarann áfram og kynnir leikreglunnar. Tónlistin hentar einnig fínt fyrir leikjum af þessu tagi með mismunandi áherslum og stefnum sem passa við hvern leik. Grafíkin er betri en í fyrsta EyeToy leikjapakkanum sem er jákvæð þróun. Þótt að möguleikarnir fyrir EyeToy eru margir þá mun hún nýtast þeim meira sem tengdir eru við netið. Myndavélina verður hægt að nýta vel til að tengja saman spilara á mismunandi stöðum í heiminum og persónugera leikjaumhverfið meira. Aðrir leikjaframleiðendur hafa núþegar nýtt sér tæknina fyrir sína leiki eins og í This Is Football 2005 þar sem spilarar geta smellt andlitsmynd af sér með EyeToy myndavélinni og svo skella myndinni á andlit einhvers leikmanns í leiknum. Fyrir utan að vera vænlegasti fjölskylduleikurinn fyrir Playstation 2 þá er hann einnig hinn heilsusamlegasti. Eftir langa leikjalotu of bókstaflegu hoppiskoppi og karatebrögðum í bland við endalausum handahreyfingum er ágætis líkamsrækt náð. EyeToy er komið til að vera enda eru stórir leikjaframleiðendur eins og Sega farnir að búa til leiki fyrir myndavélina knáu. Niðurstaða Hressandi leikjapakki fyrir alla fjölskylduna. Fín líkamsrækt fylgir með spilun leiksins enda markmiðið að nota allan líkamann til að spila leikina. Ásamt því að geta verið eftirlitsmyndavél fyrir heimilið er EyeToy: Play 2 frábær partíleikjapakki. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: CSE Studios London Útgefandi: Sony Computer Entertainment
Franz Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira