Á kajak um frosna paradís 4. maí 2005 00:01 Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís." Ferðalög Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís."
Ferðalög Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira