Lagabreytingu þarf til 31. maí 2005 00:01 Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira