Krafinn um 8 milljónir 1. júní 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira