Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu 2. júní 2005 00:01 Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira