Vilja þyngri dóma í mansalsmálum 3. júní 2005 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira