Glæpapar framselt til Íslands 14. júní 2005 00:01 Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni. Maðurinn, sem var með stolið bandarískt vegabréf, og konan, sem er bresk, voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið um tvær milljónir króna út úr Landsbanka Íslands. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu. Þá hafði fólkið stolið Toyota LandCruiser jeppabifreið frá bílaleigunni Átaki sem þau tóku á leigu þann 8. júní síðastliðinn. Hæstiréttur í Danmörku hefur úrskurðað að heimilt sé að flytja fólkið til Íslands vegna málsins og er það væntanlegt hingað næstu daga. Starfsfólk bílaleigunnar var þó grunlaust þegar málið komst upp þar sem leigutíminn var ekki útrunninn að sögn Gyðu Ragnarsdóttir, sölustjóra Átaks. Bíll Átaks er á leið til landsins en fólkið hafði tekið aðra jeppabifreið á leigu frá Geysi í Keflavík sem enn hefur ekki fundist. Sá bíll finnst að líkindum aldrei að sögn Gyðu. Gyða segir einkennilegt að eyjan Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem mun auðveldra er að komast á milli landa frá flestum öðrum stöðum. Hún segir fólkið ekki hafa skipt um númer á bifreiðinni, það hafi verið rétt skráð á ferjunni sem auðveldaði mjög leitina. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er verið að rannsaka hvernig fólkinu tókst að fá erlendan gjaldmiðil út á falsaða tékka. Vænta má að málið skýrist á morgun. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni. Maðurinn, sem var með stolið bandarískt vegabréf, og konan, sem er bresk, voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið um tvær milljónir króna út úr Landsbanka Íslands. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu. Þá hafði fólkið stolið Toyota LandCruiser jeppabifreið frá bílaleigunni Átaki sem þau tóku á leigu þann 8. júní síðastliðinn. Hæstiréttur í Danmörku hefur úrskurðað að heimilt sé að flytja fólkið til Íslands vegna málsins og er það væntanlegt hingað næstu daga. Starfsfólk bílaleigunnar var þó grunlaust þegar málið komst upp þar sem leigutíminn var ekki útrunninn að sögn Gyðu Ragnarsdóttir, sölustjóra Átaks. Bíll Átaks er á leið til landsins en fólkið hafði tekið aðra jeppabifreið á leigu frá Geysi í Keflavík sem enn hefur ekki fundist. Sá bíll finnst að líkindum aldrei að sögn Gyðu. Gyða segir einkennilegt að eyjan Ísland hafi orðið fyrir valinu þar sem mun auðveldra er að komast á milli landa frá flestum öðrum stöðum. Hún segir fólkið ekki hafa skipt um númer á bifreiðinni, það hafi verið rétt skráð á ferjunni sem auðveldaði mjög leitina. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er verið að rannsaka hvernig fólkinu tókst að fá erlendan gjaldmiðil út á falsaða tékka. Vænta má að málið skýrist á morgun. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira