Tuttugu nauðganir kærðar 26. ágúst 2005 00:01 Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3 Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira