Laugardalsvöllur stækkaður 15. september 2005 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið. Ríkið leggur til 200 milljónir króna en KSÍ kemur með 440 milljónir króna sem að mestu eru fengnar í styrkjum frá UEFA og FIFA. KSÍ hefur því úr rúmum milljarði að spila í framkvæmdirnar."Verkið verður boðið út á sunnudaginn," sagði kampakátur formaður KSÍ, Eggert Magnússon, við Fréttablaðið í gær en framkvæmdir hefjast væntanlega daginn eftir úrslitaleikinn í VISA-bikarkeppni karla. Nýr Laugardalsvöllur verður svo tilbúinn þegar knattspyrnuvertíðin hefst næsta sumar. Laugardalsvöllur rúmar í dag 7000 áhorfendur en eftir að framkvæmdunum lýkur mun hann hann taka 10 þúsund manns í sæti.Gamla stúkan verður stækkuð til norðurs og suðurs og enn fremur verða sett ný sæti fyrir framan stúkuna og mun hún því ná niður að hlaupabraut. Þessi breyting mun skila 2600 nýjum sætum.Þær breytingar verða einnig á gömlu stúkunni að nýbygging verður byggð við hana þar sem starfsemi KSÍ flyst. Einnig verða gerðar endurbætur á snyrtiaðstöðu og umbætur verða gerðar á aðgengi fatlaðra að vellinum. "Þetta er stór dagur fyrir knattspyrnufólk almennt. Það verður að vera til einn leikvangur sem stenst samanburð við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Laugardalsvöllur er því miður langt frá því að standast samanburð við þessi velli í dag," sagði Eggert sem er búinn að berjast fyrir þessum breytingum á vellinum síðan árið 2002. Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið. Ríkið leggur til 200 milljónir króna en KSÍ kemur með 440 milljónir króna sem að mestu eru fengnar í styrkjum frá UEFA og FIFA. KSÍ hefur því úr rúmum milljarði að spila í framkvæmdirnar."Verkið verður boðið út á sunnudaginn," sagði kampakátur formaður KSÍ, Eggert Magnússon, við Fréttablaðið í gær en framkvæmdir hefjast væntanlega daginn eftir úrslitaleikinn í VISA-bikarkeppni karla. Nýr Laugardalsvöllur verður svo tilbúinn þegar knattspyrnuvertíðin hefst næsta sumar. Laugardalsvöllur rúmar í dag 7000 áhorfendur en eftir að framkvæmdunum lýkur mun hann hann taka 10 þúsund manns í sæti.Gamla stúkan verður stækkuð til norðurs og suðurs og enn fremur verða sett ný sæti fyrir framan stúkuna og mun hún því ná niður að hlaupabraut. Þessi breyting mun skila 2600 nýjum sætum.Þær breytingar verða einnig á gömlu stúkunni að nýbygging verður byggð við hana þar sem starfsemi KSÍ flyst. Einnig verða gerðar endurbætur á snyrtiaðstöðu og umbætur verða gerðar á aðgengi fatlaðra að vellinum. "Þetta er stór dagur fyrir knattspyrnufólk almennt. Það verður að vera til einn leikvangur sem stenst samanburð við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Laugardalsvöllur er því miður langt frá því að standast samanburð við þessi velli í dag," sagði Eggert sem er búinn að berjast fyrir þessum breytingum á vellinum síðan árið 2002.
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira