Kannast ekki við óeðlilegar tafir 24. september 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast ekki við að óeðlilegar tafir hafi orðið á vinnu nefndar sem hann skipaði og falið var að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, gagnrýndi nýverið hversu lengi nefndin hefði starfað án þess að skila niðurstöðu. Ingvar, sem jafnframt er einn þriggja nefndarmanna í nefnd félagsmálaráðherra, gagnrýndi harðlega hversu langan tíma nefndin hefði starfað án þess að niðurstaða hefði fengist hvort og þá hvernig eigi að standa að lagasetningu um starfsemi starfsmannaleiga hér á landi. Nefndin var skipuð af Árna Magnússyni stuttu eftir kosningar árið 2003 en í henni sitja, auk Ingvars, fulltrúi ráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins. Ingvar sagði í viðtali við fréttastofuna á fimmtudag að tillögur ASÍ hefðu komið fram fyrir tveimur árum og verið óbreyttar síðan. Hann undraðist því hvers vegna ekki hefði tekist að ljúka störfum nefndarinnar á meðan starfsmannaleigur hefðu valdið verkalýðshreyfingu og skattayfirvöldum miklum vandræðum þar sem reglur skorti. Félagsmálaráðherra segir tafir á vinnu nefndarinnar eiga sér skýringar í því að nú nýverið hefði Rannóknastofa í vinnumarkaðs- og kynjafræðum við Viðkiptaháskólann á Bifröst unnið að skýrslu um starfsmannaleigur á íslenskum vinnumarkaði fyrir nefndina. Ráðherra segir að nefndin muni því væntanlega skila tillögum von bráðar. Hann segir vel koma til greina að sett verði lög um starfsmannaleigur, ef nefndin komist að þeirri niðurstöðu. Aðspurður hvort ekki hefði verið betra að þær reglur hefðu verið settar fyrr, og þá hvort þannig hefði ekki mátt koma í veg fyrir þær deilur sem slík starfsemi hefði valdið í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og víðar, sagði Árni slíkt tal einföldun á mun flóknara máli. Starfsmannaleigur séu nýjar af nálinni hér á landi og víðar í heiminum sé verið að kanna slíka starfsemi og lagaumhverfi hennar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast ekki við að óeðlilegar tafir hafi orðið á vinnu nefndar sem hann skipaði og falið var að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, gagnrýndi nýverið hversu lengi nefndin hefði starfað án þess að skila niðurstöðu. Ingvar, sem jafnframt er einn þriggja nefndarmanna í nefnd félagsmálaráðherra, gagnrýndi harðlega hversu langan tíma nefndin hefði starfað án þess að niðurstaða hefði fengist hvort og þá hvernig eigi að standa að lagasetningu um starfsemi starfsmannaleiga hér á landi. Nefndin var skipuð af Árna Magnússyni stuttu eftir kosningar árið 2003 en í henni sitja, auk Ingvars, fulltrúi ráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins. Ingvar sagði í viðtali við fréttastofuna á fimmtudag að tillögur ASÍ hefðu komið fram fyrir tveimur árum og verið óbreyttar síðan. Hann undraðist því hvers vegna ekki hefði tekist að ljúka störfum nefndarinnar á meðan starfsmannaleigur hefðu valdið verkalýðshreyfingu og skattayfirvöldum miklum vandræðum þar sem reglur skorti. Félagsmálaráðherra segir tafir á vinnu nefndarinnar eiga sér skýringar í því að nú nýverið hefði Rannóknastofa í vinnumarkaðs- og kynjafræðum við Viðkiptaháskólann á Bifröst unnið að skýrslu um starfsmannaleigur á íslenskum vinnumarkaði fyrir nefndina. Ráðherra segir að nefndin muni því væntanlega skila tillögum von bráðar. Hann segir vel koma til greina að sett verði lög um starfsmannaleigur, ef nefndin komist að þeirri niðurstöðu. Aðspurður hvort ekki hefði verið betra að þær reglur hefðu verið settar fyrr, og þá hvort þannig hefði ekki mátt koma í veg fyrir þær deilur sem slík starfsemi hefði valdið í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og víðar, sagði Árni slíkt tal einföldun á mun flóknara máli. Starfsmannaleigur séu nýjar af nálinni hér á landi og víðar í heiminum sé verið að kanna slíka starfsemi og lagaumhverfi hennar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira