Slæmur fyrri hálfleikur í gær 24. september 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira