Pressan er öll á Liverpool 1. október 2005 00:01 Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sjá meira
Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sjá meira