Áreiðanleikakönnun fylgi fjárlögum 6. október 2005 00:01 Óskað var eftir því að fjármálaráðherra pantaði áreiðanleikakönnun til að framvísa með fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag og bent var á að forsendur fjárlagafrumvarpa stæðust iðulega ekki skoðun. Þá var ráðherra sakaður um auglýsingamennsku við kynningu frumvarpsins. Jón Bjarnason sagði Seðlabankann tala um vaxandi óstöðugleika og verkalýðshreyfinguna segja að kjarasamningar væru í uppnámi. Útflutningsgreinarnar væru að kikna undan háu gengi en fjármálaráðherra virtist líta svo á að þjóðhagsspár væru einskonar tölvuleikur. Til að mynda hefðu spár um gengisvísitölu krónunnar ekki gengið eftir ár eftir ár. Jón spurði enn fremur hvort ráðherra væri tilbúinn að kaupa sér áreiðanleikakönnun því tekist væri á um trúverðugleika og þar þyrfti ríkisvaldið að ganga fram með góðu fordæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra svaraði Jóni og sagði enga sérstaka ástæðu til að kaupa slíka könnun. Helgi Hjörvar sakaði ráðuneytið um auglýsingamennsku og sagði forsendur fjárlagafrumvarpa iðulega ekki standast. Nú væru fjáraukalögin eftir og ýmis annar kostnaður. Ríkisreikningur myndi sýna allt aðra niðurstöðu. Helgi tók fjölmörg dæmi, benti meðal annars á að þjóðarútgjöld væru ekki að aukast um sjö prósent, eins og áætlanir hefðu gert ráð fyrir, heldur 12,8 prósent. Helgi sagði enn fremur að því miður hefði það verið lenska í samfélaginu að í upphafi þings væri fjárlagafrumvarpið notað sem einhvers konar áróðurstæki. Það væru haldnir blaðamannafundir með hagstæðum glærusýningum og tölfræði í fínum sölum úti í bæ og þess gætt að stjórnarandstaðan fengi ekki frumvarpið fyrr en nokkrum tímum áður þannig að tölfræðin upp úr frumvarpinu væri örugglega öll tölfræði ríkisstjórnarinnar. Þetta væru kölluð sólskinsfrumvörp og mesti afgangur Íslandssögunnar og sitthvað fleira en reynslan væri sú, með ánægjulegri undantekningu í ár vegna hinnar miklu þenslu, að áform ríkisstjórnarinnar gengju engan veginn eftir. Þótt afgangurinn yrði ánægjulegur í ár gengju áætlanir samt ekki eftir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Óskað var eftir því að fjármálaráðherra pantaði áreiðanleikakönnun til að framvísa með fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag og bent var á að forsendur fjárlagafrumvarpa stæðust iðulega ekki skoðun. Þá var ráðherra sakaður um auglýsingamennsku við kynningu frumvarpsins. Jón Bjarnason sagði Seðlabankann tala um vaxandi óstöðugleika og verkalýðshreyfinguna segja að kjarasamningar væru í uppnámi. Útflutningsgreinarnar væru að kikna undan háu gengi en fjármálaráðherra virtist líta svo á að þjóðhagsspár væru einskonar tölvuleikur. Til að mynda hefðu spár um gengisvísitölu krónunnar ekki gengið eftir ár eftir ár. Jón spurði enn fremur hvort ráðherra væri tilbúinn að kaupa sér áreiðanleikakönnun því tekist væri á um trúverðugleika og þar þyrfti ríkisvaldið að ganga fram með góðu fordæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra svaraði Jóni og sagði enga sérstaka ástæðu til að kaupa slíka könnun. Helgi Hjörvar sakaði ráðuneytið um auglýsingamennsku og sagði forsendur fjárlagafrumvarpa iðulega ekki standast. Nú væru fjáraukalögin eftir og ýmis annar kostnaður. Ríkisreikningur myndi sýna allt aðra niðurstöðu. Helgi tók fjölmörg dæmi, benti meðal annars á að þjóðarútgjöld væru ekki að aukast um sjö prósent, eins og áætlanir hefðu gert ráð fyrir, heldur 12,8 prósent. Helgi sagði enn fremur að því miður hefði það verið lenska í samfélaginu að í upphafi þings væri fjárlagafrumvarpið notað sem einhvers konar áróðurstæki. Það væru haldnir blaðamannafundir með hagstæðum glærusýningum og tölfræði í fínum sölum úti í bæ og þess gætt að stjórnarandstaðan fengi ekki frumvarpið fyrr en nokkrum tímum áður þannig að tölfræðin upp úr frumvarpinu væri örugglega öll tölfræði ríkisstjórnarinnar. Þetta væru kölluð sólskinsfrumvörp og mesti afgangur Íslandssögunnar og sitthvað fleira en reynslan væri sú, með ánægjulegri undantekningu í ár vegna hinnar miklu þenslu, að áform ríkisstjórnarinnar gengju engan veginn eftir. Þótt afgangurinn yrði ánægjulegur í ár gengju áætlanir samt ekki eftir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira