Sameining ólíkleg á Suðurlandi 6. október 2005 00:01 Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira