Fimmtán tillögur af sextán felldar 9. október 2005 00:01 Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira