Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn 28. nóvember 2005 21:30 MYND/GVA Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Kristinn gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, harðlega á heimasíðu sinni á föstudag í tengslum við málefni Byggðstofnunar og sakaði hana meðal annars um að standa á sama um stofnunina og landsbyggðina. Kristinn heldur áfram að fjalla um málið í pistli sem birtist á heimasíðunni í gær og segir hjólin loksins farið að snúast eftir að hann hafi fundið að aðgerðaleysi ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Og þingmaðurinn gerir vinnubrögð ráðherra almennt að umtalsefni sínu og segir mörg dæmi þess að þeir sniðgangi alþingismenn við undirbúning mála. Í þættinum Íslandi í bítið í morgun sagði hann þolinmæði sína á þrotum hvað þetta varðar en sagðist þó aðspurður ekki hafa hugleitt að ganga úr þingflokknum ef vinnubrögð ráðherranna myndu ekki breytast. Í hádegisviðtalinu á NFS á föstudaginn sagði iðnaðarráðherra að framsóknarmönnum þyki ólíðandi að Kristinn skuli sífellt ráðast á samflokksmenn sína. Þá hafði hún á orði að hún þyrfti þó ekki vera að eyða of mörgum orðum í hans hegðun - hún dæmi sig sjálf. Þó finnur hún sig nú knúna til að hafa enn fleiri orð um Kristin því í pistli á heimasíðu sinni í dag kallar hún flokksbróður sinn „andstæðing" og segir hann kjarkaðan að ræða málefni Byggðastofnunar, með tilliti til aðskilnaðar hans við stofnunina fyrir þremur árum þegar hann hætti sem stjórnarformaður. Undir það síðasta hafi Byggðastofnun nefnilega verið óstarfhæf vegna deilna hans við starfsfólk. Og nú er bara að sjá hvort skærur flokksystkinanna haldi ekki áfram og Kristinn svari flokksystur sinni í bráð, hvort sem er í ræðu eða riti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Kristinn gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, harðlega á heimasíðu sinni á föstudag í tengslum við málefni Byggðstofnunar og sakaði hana meðal annars um að standa á sama um stofnunina og landsbyggðina. Kristinn heldur áfram að fjalla um málið í pistli sem birtist á heimasíðunni í gær og segir hjólin loksins farið að snúast eftir að hann hafi fundið að aðgerðaleysi ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Og þingmaðurinn gerir vinnubrögð ráðherra almennt að umtalsefni sínu og segir mörg dæmi þess að þeir sniðgangi alþingismenn við undirbúning mála. Í þættinum Íslandi í bítið í morgun sagði hann þolinmæði sína á þrotum hvað þetta varðar en sagðist þó aðspurður ekki hafa hugleitt að ganga úr þingflokknum ef vinnubrögð ráðherranna myndu ekki breytast. Í hádegisviðtalinu á NFS á föstudaginn sagði iðnaðarráðherra að framsóknarmönnum þyki ólíðandi að Kristinn skuli sífellt ráðast á samflokksmenn sína. Þá hafði hún á orði að hún þyrfti þó ekki vera að eyða of mörgum orðum í hans hegðun - hún dæmi sig sjálf. Þó finnur hún sig nú knúna til að hafa enn fleiri orð um Kristin því í pistli á heimasíðu sinni í dag kallar hún flokksbróður sinn „andstæðing" og segir hann kjarkaðan að ræða málefni Byggðastofnunar, með tilliti til aðskilnaðar hans við stofnunina fyrir þremur árum þegar hann hætti sem stjórnarformaður. Undir það síðasta hafi Byggðastofnun nefnilega verið óstarfhæf vegna deilna hans við starfsfólk. Og nú er bara að sjá hvort skærur flokksystkinanna haldi ekki áfram og Kristinn svari flokksystur sinni í bráð, hvort sem er í ræðu eða riti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira