Skugginn leikur laus 16. nóvember 2006 14:45 Skuggaleikur Sýningin er afar litrík í búningum eins og jafnan er með höfundarverk Messíönu Tómasdóttur. Frá vinstri Sverrir Guðjónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ásgerður Júníusdóttir. Ljósmynd Salbjörg Jónsdóttir/Íslenska óperan Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18. Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18.
Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira