Ævar Örn seilist í Glerlykilinn í vor 16. nóvember 2006 17:00 Ævar örn Jósepsson tilnefndur til norrænna glæpasagnaverðlauna fyrir Blóðberg. Glerlykillinn, hin norrænu verðlaun glæpasagnanna, er nú í undirbúningi og taka brátt að birtast tilnefningar frá valnefndum í hverju landi. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur lokið störfum og tilnefnir eina íslenska glæpasögu útgefna árið 2005 til að keppa um Glerlykilinn, verðlaun Norrænu glæpasamtakanna SKS, Skandinaviska Kriminalsällskapet. Glerlykillinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna árið 2005 verður svo afhentur vorið 2007. Nefndin var á einu máli um að tilnefna Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og segir í úrskurði nefndarinnar: Þriðja glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, nýtir sér Kárahnjúka sem sögusvið; afskekktan stað þar sem fram fara umdeildar framkvæmdir og þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman. Þetta býður upp á fjöruga frásagnarmöguleika sem Ævar vinnur vel úr í skemmtilegri úrvinnslu á sígildu formi glæpasögunnar. Dregin er upp skýr mynd af fjölbreyttum persónum, fléttan er fimlega unnin og stíllinn er leikandi léttur í spennandi frásögn. Blóðberg verður því framlag Hins íslenska glæpafélags til Glerlykilsins 2005 sem afhentur verður næsta vor. Í dómnefnd Hins íslenska glæpafélags voru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristín Árnadóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Þau munu einnig sitja í dómnefnd SKS um bestu norrænu glæpasöguna útgefna árið 2005. Vegur Ævars eykst nokkuð með þessu en nýja sagan hans, Sá yðar sem syndlaus er, fékk í gær fjögurra stjörnu dóm hér í Fréttablaðinu. Hann flutti sig um set í haust frá þeim Eddu-mönnum og settist að í Uppheimum, forlagi Kristjáns Kristjánssonar á Akranesi. Glerlykillinn er svo nefndur til heiðurs Dashiell Hammett, einum af frumkvöðlum glæpasögunnar vestanhafs. Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Glerlykillinn, hin norrænu verðlaun glæpasagnanna, er nú í undirbúningi og taka brátt að birtast tilnefningar frá valnefndum í hverju landi. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur lokið störfum og tilnefnir eina íslenska glæpasögu útgefna árið 2005 til að keppa um Glerlykilinn, verðlaun Norrænu glæpasamtakanna SKS, Skandinaviska Kriminalsällskapet. Glerlykillinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna árið 2005 verður svo afhentur vorið 2007. Nefndin var á einu máli um að tilnefna Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og segir í úrskurði nefndarinnar: Þriðja glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, nýtir sér Kárahnjúka sem sögusvið; afskekktan stað þar sem fram fara umdeildar framkvæmdir og þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman. Þetta býður upp á fjöruga frásagnarmöguleika sem Ævar vinnur vel úr í skemmtilegri úrvinnslu á sígildu formi glæpasögunnar. Dregin er upp skýr mynd af fjölbreyttum persónum, fléttan er fimlega unnin og stíllinn er leikandi léttur í spennandi frásögn. Blóðberg verður því framlag Hins íslenska glæpafélags til Glerlykilsins 2005 sem afhentur verður næsta vor. Í dómnefnd Hins íslenska glæpafélags voru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristín Árnadóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Þau munu einnig sitja í dómnefnd SKS um bestu norrænu glæpasöguna útgefna árið 2005. Vegur Ævars eykst nokkuð með þessu en nýja sagan hans, Sá yðar sem syndlaus er, fékk í gær fjögurra stjörnu dóm hér í Fréttablaðinu. Hann flutti sig um set í haust frá þeim Eddu-mönnum og settist að í Uppheimum, forlagi Kristjáns Kristjánssonar á Akranesi. Glerlykillinn er svo nefndur til heiðurs Dashiell Hammett, einum af frumkvöðlum glæpasögunnar vestanhafs.
Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira