Stella Blómkvist í sjónvarp 30. nóvember 2006 17:30 Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist . Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist .
Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira