Alvarlega hipp í Safni 28. desember 2006 08:30 Margrét Bjarnadóttir í einni stöðu sinni í verkinu. Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira