Verður samið um þinglok í dag? 2. júní 2006 17:34 MYND/Stefán Það ræðst á næstu klukkustundum hvort samið verði um að ljúka sumarþingi, jafnvel á morgun. Þreifingar eiga sér nú stað milli stjórnar og stjórnaranstöðu um þau mál sem harðast er deilt um og hvort fresta eigi þeim til næsta hausts. Þing kom saman á þriðjudag eftir nokkurra vikna frí vegna sveitarstjórnarkosninga og ljóst var að á annað hundrað mál lágu fyrir óafgreidd. Síðustu tvo daga hafa afköstin hins vegar verið mikil á þingi því í gær voru 50 mál rædd eða afgreidd og 73 mál, sem eru á dagskrá í dag, eru langt komin. Um flest málanna er samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu en um önnur er deilt hatrammlega, til að mynda frumvarp um hlutafélagavæðingur Ríkisútvarpsins og frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Um þau snúast einmitt þreifingar stjórnar og stjórnarandstöðu, það er hvort fresta eigi umdeildum málum til hausts eða ekki. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarliða áfram leggja áherslu á RÚV-frumvarpið og frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð. Þetta séu mál sem séu langt komin, sérstaklega RÚV-frumvarpið þar sem þriðja umræða sé hafin. Það sé því engin efnisleg ástæða til að hætta við málið núna. Aðspurð segist Arnbjörg hæfilega bjartsýn á sættir um þinglok í dag. við þessar aðstæður á þingi breytist allt mjög hratt og hún slái engu föstu fyrr en niðurstaða sé komin í málinu. Kristján L. Möller, varaþingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ljóst af hálfu stjórnarandstöðunnar að hægt sé að semja um þinglok ef ákveðin mál, eins og RÚV-málið, detti út og verði tekin upp í haust. Þá losni um og þá sé kannski hægt að klára á morgun. Fundur hófst nú klukkan fimm hjá forseta Alþingis og þingflokksformönnum flokkanna þar sem ræða átti þinglok. Ekki er ljóst hvenær honum lýkur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort samið verði um að ljúka sumarþingi, jafnvel á morgun. Þreifingar eiga sér nú stað milli stjórnar og stjórnaranstöðu um þau mál sem harðast er deilt um og hvort fresta eigi þeim til næsta hausts. Þing kom saman á þriðjudag eftir nokkurra vikna frí vegna sveitarstjórnarkosninga og ljóst var að á annað hundrað mál lágu fyrir óafgreidd. Síðustu tvo daga hafa afköstin hins vegar verið mikil á þingi því í gær voru 50 mál rædd eða afgreidd og 73 mál, sem eru á dagskrá í dag, eru langt komin. Um flest málanna er samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu en um önnur er deilt hatrammlega, til að mynda frumvarp um hlutafélagavæðingur Ríkisútvarpsins og frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Um þau snúast einmitt þreifingar stjórnar og stjórnarandstöðu, það er hvort fresta eigi umdeildum málum til hausts eða ekki. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarliða áfram leggja áherslu á RÚV-frumvarpið og frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð. Þetta séu mál sem séu langt komin, sérstaklega RÚV-frumvarpið þar sem þriðja umræða sé hafin. Það sé því engin efnisleg ástæða til að hætta við málið núna. Aðspurð segist Arnbjörg hæfilega bjartsýn á sættir um þinglok í dag. við þessar aðstæður á þingi breytist allt mjög hratt og hún slái engu föstu fyrr en niðurstaða sé komin í málinu. Kristján L. Möller, varaþingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ljóst af hálfu stjórnarandstöðunnar að hægt sé að semja um þinglok ef ákveðin mál, eins og RÚV-málið, detti út og verði tekin upp í haust. Þá losni um og þá sé kannski hægt að klára á morgun. Fundur hófst nú klukkan fimm hjá forseta Alþingis og þingflokksformönnum flokkanna þar sem ræða átti þinglok. Ekki er ljóst hvenær honum lýkur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira