Frumvarpi um RÚV hf. og nýsköpunarmiðstöð frestað til hausts 2. júní 2006 22:06 MYND/GVA Afgreiðslu á furmvörpum um hlutafélagavæðingu ríkisútvarpsins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður frestað til haustsins samkvæmt samkomulagi sem formenn þingflokka og forseti alþingis gerðu í kvöld um þinglok. Einnig var samið um að ljúka sumarþingi á morgun. Þingmenn vinna nú hratt á lokasprettinum og kvöld hafa að minnsta kosti 38 frumvörp orðið að lögum. Sumarþingið hefur staðið frá því þriðjudag en til þess var boðað eftir að sveitarstjórnarkosningum lauk. Í upphafi þingfunda á þriðjudag voru deilur stjórnar og stjórnarandstöðu svo miklar að útlit var fyrir að þing myndi sitja eitthvað fram í júní. Hins vegar virðast menn hafa sæst og í dag fóru fram þreifingar um að ljúka þinginu á morgun. Þeim lauk með samkomulagi um að afgreiða þau frumvörp, sem afgreidd hafa verið úr nefndum en um flest þeirra er þverpólitísk ságtt. Það á hins vegar ekki við um frumvörpin um Ríkisútvarpið hf. og nýsköpunarmiðstöð. Þeim verður frestað til hausts sem þýðir að það þarf að flytja þau aftur. Ekki liggur þó fyrir hvort eldhúsdagsumræður, sem eru almennar stjórnmálaumræður í lok þings, fari fram á morgun eða eftir hvítasunnu. Þingmenn hafa staðið í ströngu í dag enda hefur þingfundur staðið frá því klukkan hálfellefu í morgun og stendur enn. Fjölmörg frumvörp eru að verða lögum þessa stundina, en beita þurfti afbrigðum um mörg þeirra þar sem of skammur tími var á milli annarrar og þriðju umræðu. Meðal þeirra frumvarpa sem verða að lögum í kvöld eru lög um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, lög um réttindastöðu samkynhneigðra, lög um breytta skipan lögreglumála og lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum svo fátt eitt sé nefnt. Þingfundur verður svo aftur á morgun en ekki liggur fyrir hvenær hann hefst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Afgreiðslu á furmvörpum um hlutafélagavæðingu ríkisútvarpsins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður frestað til haustsins samkvæmt samkomulagi sem formenn þingflokka og forseti alþingis gerðu í kvöld um þinglok. Einnig var samið um að ljúka sumarþingi á morgun. Þingmenn vinna nú hratt á lokasprettinum og kvöld hafa að minnsta kosti 38 frumvörp orðið að lögum. Sumarþingið hefur staðið frá því þriðjudag en til þess var boðað eftir að sveitarstjórnarkosningum lauk. Í upphafi þingfunda á þriðjudag voru deilur stjórnar og stjórnarandstöðu svo miklar að útlit var fyrir að þing myndi sitja eitthvað fram í júní. Hins vegar virðast menn hafa sæst og í dag fóru fram þreifingar um að ljúka þinginu á morgun. Þeim lauk með samkomulagi um að afgreiða þau frumvörp, sem afgreidd hafa verið úr nefndum en um flest þeirra er þverpólitísk ságtt. Það á hins vegar ekki við um frumvörpin um Ríkisútvarpið hf. og nýsköpunarmiðstöð. Þeim verður frestað til hausts sem þýðir að það þarf að flytja þau aftur. Ekki liggur þó fyrir hvort eldhúsdagsumræður, sem eru almennar stjórnmálaumræður í lok þings, fari fram á morgun eða eftir hvítasunnu. Þingmenn hafa staðið í ströngu í dag enda hefur þingfundur staðið frá því klukkan hálfellefu í morgun og stendur enn. Fjölmörg frumvörp eru að verða lögum þessa stundina, en beita þurfti afbrigðum um mörg þeirra þar sem of skammur tími var á milli annarrar og þriðju umræðu. Meðal þeirra frumvarpa sem verða að lögum í kvöld eru lög um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, lög um réttindastöðu samkynhneigðra, lög um breytta skipan lögreglumála og lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum svo fátt eitt sé nefnt. Þingfundur verður svo aftur á morgun en ekki liggur fyrir hvenær hann hefst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira