Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans 9. júní 2006 22:30 Ungur drengur, sem er sagður sonur al-Zarqawis, yfirgefur heimili sitt í Zarqa í Jórdaníu. MYND/AP Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Um það bil hundrað ættingjar og vinir al-Zarqawis komu saman við Alflah moskuna í heimabæ hans en þar mun hann hafa beðist fyrir. Tjaldað var yfir fólkið og á tjaldinu var borði sem á stóð "Brúðkaup píslarvottsins" en þar er þar vísað til þeirrar trúar af þeir sem deyji píslarvættisdauða hafi farið sem brúðgumar til himna. Bandaríski herinn gerði í dag nánar grein fyrir atburðarásinni á miðvikudaginn og kom í þá í ljós að íraskir lögreglumenn komu að al-Zarqawi á lífi eftir árásina. Hann hafi reynt að komast af sjúkrabörunum en var þá haldið kyrrum. Skömmu síðar hafi hann svo látist af sárum sínum. Bandaríkjaher segir ekkert benda til þess að barn hafi farist í loftárásinni líkt og áður hafi verið haldið fram. Bandarískir hermenn gerði áhlaup á fjölmörg hús í Írak í nótt og morgun og byggðu á upplýsingum sem þeir komust yfir við leit í húsinum sem al-Zarqawi dvaldist í þegar hann féll. Hald mun hafa verið lagt á tölvur og ýmislegt annað sem talið er að komið að gagni í baráttunni við andspyrnumenn í Írak. Fregnir herma að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum í einu áhlaupinu í morgun. Þar á meðal strákur ásamt föður hans og afa. Bush Bandaríkjaforseti sagði í morgun að ólíklegt væri að dauði al-Zarqawis myndi binda enda á hrinu ofbeldis í Írak en hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann bætti því við að hann vildi kalla herlið frá Írak hið fyrsta en óvíst væri hvenær það væri óhætt. Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Um það bil hundrað ættingjar og vinir al-Zarqawis komu saman við Alflah moskuna í heimabæ hans en þar mun hann hafa beðist fyrir. Tjaldað var yfir fólkið og á tjaldinu var borði sem á stóð "Brúðkaup píslarvottsins" en þar er þar vísað til þeirrar trúar af þeir sem deyji píslarvættisdauða hafi farið sem brúðgumar til himna. Bandaríski herinn gerði í dag nánar grein fyrir atburðarásinni á miðvikudaginn og kom í þá í ljós að íraskir lögreglumenn komu að al-Zarqawi á lífi eftir árásina. Hann hafi reynt að komast af sjúkrabörunum en var þá haldið kyrrum. Skömmu síðar hafi hann svo látist af sárum sínum. Bandaríkjaher segir ekkert benda til þess að barn hafi farist í loftárásinni líkt og áður hafi verið haldið fram. Bandarískir hermenn gerði áhlaup á fjölmörg hús í Írak í nótt og morgun og byggðu á upplýsingum sem þeir komust yfir við leit í húsinum sem al-Zarqawi dvaldist í þegar hann féll. Hald mun hafa verið lagt á tölvur og ýmislegt annað sem talið er að komið að gagni í baráttunni við andspyrnumenn í Írak. Fregnir herma að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum í einu áhlaupinu í morgun. Þar á meðal strákur ásamt föður hans og afa. Bush Bandaríkjaforseti sagði í morgun að ólíklegt væri að dauði al-Zarqawis myndi binda enda á hrinu ofbeldis í Írak en hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann bætti því við að hann vildi kalla herlið frá Írak hið fyrsta en óvíst væri hvenær það væri óhætt.
Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira