Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað 5. desember 2006 16:27 Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona NordicPhotos/GettyImages Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. "Bremen er lið sem spilar svipað heima og úti. Þetta er lið sem skipað er líkamlega sterkum og hávöxnum leikmönnum og Bremen er tvímannalaust sterkara lið í ár en það var í fyrra," sagði Rijkaard, en Barcelona vann báðar viðureignir liðanna í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. "Bremen kemur hingað til að vinna, en það kemur ekkert annað en sigur til greina hjá okkur og því verðum við að sækja í kvöld." Þjálfari þýska liðsins segir sína menn ætla að sækja til sigurs, en eftir tap í fyrsta leiknum hefur Bremen unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli - sem þýðir að liðið er tveimur stigum á undan Barcelona og situr í öðru sæti riðilsins á eftir Chelsea. "Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona - en við óttumst ekkert. Allir gerðu ráð fyrir því að Chelsea og Barcelona færu örugglega áfram upp úr þessum riðli í haust, en annað hefur komið á daginn og það yrði sannarlega frábært afrek að komast upp úr þessum riðli í 16 liða úrslit," sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen. Líkleg byrjunarlið: Barcelona: Víctor Valdés; Gianluca Zambrotta, Carles Puyol, Rafael Márquez, Giovanni van Bronckhorst; Edmílson, Xavi Hernández, Deco; Ludovic Giuly, Ronaldinho, Eidur Gudjohnsen. Bremen: Tim Wiese; Clemens Fritz, Per Mertesacker, Naldo, Pierre Wome; Tim Borowski, Torsten Frings, Diego, Daniel Jensen; Aaron Hunt, Miroslav Klose. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. "Bremen er lið sem spilar svipað heima og úti. Þetta er lið sem skipað er líkamlega sterkum og hávöxnum leikmönnum og Bremen er tvímannalaust sterkara lið í ár en það var í fyrra," sagði Rijkaard, en Barcelona vann báðar viðureignir liðanna í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. "Bremen kemur hingað til að vinna, en það kemur ekkert annað en sigur til greina hjá okkur og því verðum við að sækja í kvöld." Þjálfari þýska liðsins segir sína menn ætla að sækja til sigurs, en eftir tap í fyrsta leiknum hefur Bremen unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli - sem þýðir að liðið er tveimur stigum á undan Barcelona og situr í öðru sæti riðilsins á eftir Chelsea. "Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona - en við óttumst ekkert. Allir gerðu ráð fyrir því að Chelsea og Barcelona færu örugglega áfram upp úr þessum riðli í haust, en annað hefur komið á daginn og það yrði sannarlega frábært afrek að komast upp úr þessum riðli í 16 liða úrslit," sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen. Líkleg byrjunarlið: Barcelona: Víctor Valdés; Gianluca Zambrotta, Carles Puyol, Rafael Márquez, Giovanni van Bronckhorst; Edmílson, Xavi Hernández, Deco; Ludovic Giuly, Ronaldinho, Eidur Gudjohnsen. Bremen: Tim Wiese; Clemens Fritz, Per Mertesacker, Naldo, Pierre Wome; Tim Borowski, Torsten Frings, Diego, Daniel Jensen; Aaron Hunt, Miroslav Klose.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira