Fjölbreytt sóknarfæri 25. janúar 2007 09:00 Listasafn Íslands. Nýr safnstjóri sér sóknarfæri í upplýsingamiðlun safnsins. MYND/GVA Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því." Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því."
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira