Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur 16. febrúar 2007 09:30 Kærkomið rit um þátt Íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram til þessa. Það ber þess þó merki að eiga rætur sínar að rekja til háskólaritgerðar og að um frágang og útgáfu sér nýtt og óreynt forlag. Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira