Æviferill Sigurjóns opinn 7. mars 2007 08:30 Sigurjóns á netinu Brautryðjandaverk fer fram í safni Sigurjóns með því að nýta tækni vefjarins til að byggja heildstæða skrá og aðgengilega um öll hans verk sem eru þekkt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu. „Catalogue raisonne“ eru þær skrár kallaðar sem gerðar eru með bestu yfirsýn og þekkingu um verk einstakra listamanna. Þær eru grundvallarverk fyrir almenning sem hefur áhuga á starfsferli listamannsins, listfræðinga sem vinna að rannsóknum á viðkomandi eða öðrum listamönnum sem honum tengjast. Jafnframt eru þær nauðsynlegar þeim sem vilja fjárfesta eða eignast verk eftir viðkomandi. Víða um lönd eru slík verk gefin út í bókarformi með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Þar eru ljósmyndir í lit af verkunum hans, stærðarhlutföll og efnislýsing. Tilurð verksins rakin ef mögulegt er og það tímasett, tilgreind sýningarsaga þess, bæði á einkasýningum og samsýningum, heima og heima. Afdrif verksins hafi það glatast á einhverjum tíma, umfjöllun um það rakin ef til er og loks eignarstaða, sem vísar þá til eigenda ef um opinbera aðila er að ræða eða það tilgreint í einkaeign sem oft eru viðkvæmar upplýsingar og því ekki getið nafns eigenda nema um sé að ræða þekkta einkasafnara. Galli við slíkar skrár í bókarformi hefur reynst sá að þær þarf að uppfæra með viðbótarútgáfum, upplag af slíkum bókverkum er ekki stórt alla jafna og því er oft erfitt að komast yfir slík verk um stærri listamenn. Þannig var Catalogue raisonne um olíuverk Asger Jorn í þremur bindum gefinn út fyrir fáeinum árum í Danmörku en er nú löngu orðinn ófáanlegur og selt erlendis á um hundrað þúsund íslenskra króna. Stór skrá var gefin út fyrir fáum árum um Dieter Roth og verk hans og yfirlitsverk eru til um Erró. Ekki er að efa að slíkt verk um Svavar Guðnason og verk hans hefði komið í veg fyrir þær falsanir sem tóku að birtast á síðasta áratug á markaði. Aðrar bókskrár en þessar eru ekki til um íslenska listamenn. Enda bók ekki lengur sama gagn og fyrr. Vefurinn hefur gerbreytt þessu ástandi og nú er hægt að setja upp slíkar skrár á vef stærri safna eða gallería og uppfæra þá reglulega eftir heimtum. Starfsfólk Listasafns Sigurjóns óskar eftir samvinnu við þá sem eiga listaverk eftir Sigurjón, eða vita af þeim, að skoða viðkomandi skráningu á vef safnsins og senda safninu viðbætur og leiðréttingar eftir því sem við á. Sérstaklega er bent á þann kost fyrir eigendur verka Sigurjóns að fá verk sín staðfest af starfsliði safnsins. Framtak safnsins er hið merkasta og til fyrirmyndar. Það er hlutverk stóru íslensku safnanna að láta vinna slíkar skrár, fyrst út frá eigin safneign og síðan skref fyrir skref í tengslum við skráningu verka og myndun úr einkaeign þegar saman eru teknar stærri yfirlitssýningar um íslenska listamenn eins og nú eru í undirbúningi um Jóhann Briem og Jón Engilberts. Þær eiga að vera aðgengilegar á neti. Að sögn nýskipaðs forstöðumanns Listasafns Íslands, Halldórs Björns Runólfssonar, er stefnt að því að safneign þess verði brátt aðgengilega á neti og eru viðræður í gangi við Myndstef um það þjóðþrifamál. Halldór segir eðlilegt að hugað sé að því að aðrar skrár safnsins um einstaka listamenn og verk þeirra verði í framtíðinni hluti af þessum feng. Meðan biðstaða er í þessu framfaramáli fyrir almenning, listamenn og rétthafa, geta menn skoðað feril Sigurjóns Ólafssonar á vefslóðinni www.lso.is. Í vetur er Listasafn Sigurjóns opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu. „Catalogue raisonne“ eru þær skrár kallaðar sem gerðar eru með bestu yfirsýn og þekkingu um verk einstakra listamanna. Þær eru grundvallarverk fyrir almenning sem hefur áhuga á starfsferli listamannsins, listfræðinga sem vinna að rannsóknum á viðkomandi eða öðrum listamönnum sem honum tengjast. Jafnframt eru þær nauðsynlegar þeim sem vilja fjárfesta eða eignast verk eftir viðkomandi. Víða um lönd eru slík verk gefin út í bókarformi með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Þar eru ljósmyndir í lit af verkunum hans, stærðarhlutföll og efnislýsing. Tilurð verksins rakin ef mögulegt er og það tímasett, tilgreind sýningarsaga þess, bæði á einkasýningum og samsýningum, heima og heima. Afdrif verksins hafi það glatast á einhverjum tíma, umfjöllun um það rakin ef til er og loks eignarstaða, sem vísar þá til eigenda ef um opinbera aðila er að ræða eða það tilgreint í einkaeign sem oft eru viðkvæmar upplýsingar og því ekki getið nafns eigenda nema um sé að ræða þekkta einkasafnara. Galli við slíkar skrár í bókarformi hefur reynst sá að þær þarf að uppfæra með viðbótarútgáfum, upplag af slíkum bókverkum er ekki stórt alla jafna og því er oft erfitt að komast yfir slík verk um stærri listamenn. Þannig var Catalogue raisonne um olíuverk Asger Jorn í þremur bindum gefinn út fyrir fáeinum árum í Danmörku en er nú löngu orðinn ófáanlegur og selt erlendis á um hundrað þúsund íslenskra króna. Stór skrá var gefin út fyrir fáum árum um Dieter Roth og verk hans og yfirlitsverk eru til um Erró. Ekki er að efa að slíkt verk um Svavar Guðnason og verk hans hefði komið í veg fyrir þær falsanir sem tóku að birtast á síðasta áratug á markaði. Aðrar bókskrár en þessar eru ekki til um íslenska listamenn. Enda bók ekki lengur sama gagn og fyrr. Vefurinn hefur gerbreytt þessu ástandi og nú er hægt að setja upp slíkar skrár á vef stærri safna eða gallería og uppfæra þá reglulega eftir heimtum. Starfsfólk Listasafns Sigurjóns óskar eftir samvinnu við þá sem eiga listaverk eftir Sigurjón, eða vita af þeim, að skoða viðkomandi skráningu á vef safnsins og senda safninu viðbætur og leiðréttingar eftir því sem við á. Sérstaklega er bent á þann kost fyrir eigendur verka Sigurjóns að fá verk sín staðfest af starfsliði safnsins. Framtak safnsins er hið merkasta og til fyrirmyndar. Það er hlutverk stóru íslensku safnanna að láta vinna slíkar skrár, fyrst út frá eigin safneign og síðan skref fyrir skref í tengslum við skráningu verka og myndun úr einkaeign þegar saman eru teknar stærri yfirlitssýningar um íslenska listamenn eins og nú eru í undirbúningi um Jóhann Briem og Jón Engilberts. Þær eiga að vera aðgengilegar á neti. Að sögn nýskipaðs forstöðumanns Listasafns Íslands, Halldórs Björns Runólfssonar, er stefnt að því að safneign þess verði brátt aðgengilega á neti og eru viðræður í gangi við Myndstef um það þjóðþrifamál. Halldór segir eðlilegt að hugað sé að því að aðrar skrár safnsins um einstaka listamenn og verk þeirra verði í framtíðinni hluti af þessum feng. Meðan biðstaða er í þessu framfaramáli fyrir almenning, listamenn og rétthafa, geta menn skoðað feril Sigurjóns Ólafssonar á vefslóðinni www.lso.is. Í vetur er Listasafn Sigurjóns opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira