Könnun kerfanna 22. mars 2007 08:30 Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar Úr verkinu „Hegel on Schelling’s Absolute: The Fog In Which All Rabbits Are White” sem listamaðurinn setti upp í Nýlistasafninu í tilefni af grasrótarhátíðinni Sequences í fyrra. Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram. Í verkinu endurspeglast togstreita tilverunnar sem birtist annars vegar í taktföstum og seiðandi hljóðverkum og hins vegar í fremur óviðfelldu skerandi ljósi sem blikkar stöðugt og verður þannig í senn ágengt og fráhrindandi. Geirþrúður segist hafa að mestu einbeitt sér að innsetningum en með verki sínu nú leitist hún við að skoða samskipti stofnana og áhorfenda. „Sýningarandrúmsloftið á Íslandi hefur litast af því að listastofnanir vilja tengjast áhorfendum meira, en fólk ætti ávallt að vera meðvitað um undirliggjandi kerfi, til dæmis þarf myndlistarfólk að huga að því hvaða stofnun það gengur inn í,“ útskýrir Geirþrúður. Verkið vísar til hins óbrúanlega bils sem jafnan er milli framsetningarinnar og upplifunar áhorfandans en það bil segir Geirþrúður tengjast öllum miðlum. „Það er til dæmis ákveðin blekking að lifa sig inn í hluti – til dæmis þegar fólk heldur að persónur úr sjónvarpsþáttum séu vinir þeirra.“ Markmið Geirþrúðar er að vinna markvisst með þessi kerfi og vekja þannig athygli á þeim fremur en að brjóta þau upp. Geirþrúður lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og síðan framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö. Hún tekur um þessar mundir þátt í tveggja ára alþjóðlegu verkefni á vegum Rikjsakademie van Beeldende Kunst í Amsterdam ásamt fleiri ungum og upprennandi listamönnum. Sýningarstjóri nú er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir en þess má geta að nk. sunnudag kl. 15 munu Geirþrúður og Þorbjörg bjóða gestum í listamannsspjall í D-salnum. Opnunin verður í dag kl. 17. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram. Í verkinu endurspeglast togstreita tilverunnar sem birtist annars vegar í taktföstum og seiðandi hljóðverkum og hins vegar í fremur óviðfelldu skerandi ljósi sem blikkar stöðugt og verður þannig í senn ágengt og fráhrindandi. Geirþrúður segist hafa að mestu einbeitt sér að innsetningum en með verki sínu nú leitist hún við að skoða samskipti stofnana og áhorfenda. „Sýningarandrúmsloftið á Íslandi hefur litast af því að listastofnanir vilja tengjast áhorfendum meira, en fólk ætti ávallt að vera meðvitað um undirliggjandi kerfi, til dæmis þarf myndlistarfólk að huga að því hvaða stofnun það gengur inn í,“ útskýrir Geirþrúður. Verkið vísar til hins óbrúanlega bils sem jafnan er milli framsetningarinnar og upplifunar áhorfandans en það bil segir Geirþrúður tengjast öllum miðlum. „Það er til dæmis ákveðin blekking að lifa sig inn í hluti – til dæmis þegar fólk heldur að persónur úr sjónvarpsþáttum séu vinir þeirra.“ Markmið Geirþrúðar er að vinna markvisst með þessi kerfi og vekja þannig athygli á þeim fremur en að brjóta þau upp. Geirþrúður lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og síðan framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö. Hún tekur um þessar mundir þátt í tveggja ára alþjóðlegu verkefni á vegum Rikjsakademie van Beeldende Kunst í Amsterdam ásamt fleiri ungum og upprennandi listamönnum. Sýningarstjóri nú er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir en þess má geta að nk. sunnudag kl. 15 munu Geirþrúður og Þorbjörg bjóða gestum í listamannsspjall í D-salnum. Opnunin verður í dag kl. 17.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira