Snjóboltaáhrif Sykurmola 30. apríl 2007 09:15 Hugsjónamaður með metnað fyrir íslenskri menningu „Ég er skilvirkur, ég er Hollendingur,“ útskýrir Marcel Edwin Deelen. MYND/Anton Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund. Marcel er forsprakki Reykjavík to Foundation, félags sem skipuleggur nú íslensku menningarhátíðina „Reykjavík to Rotterdam“ í annað sinn. Í nóvember verður íslensk innrás í borginni þar sem fjöldi tónlistarfólks, myndlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og danslistafólk mun taka borgina með trompi en Marcel og félagar hans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa jarðveginn. Reykjavík to Foundation er þó ekki gróðabatterí heldur er þar unnið í sjálfboðaliðavinnu enn sem komið er. „Við erum með fólk hér á Íslandi og í Hollandi sem reynir að verja sem mestu af frítíma sínum í þetta,“ segir Marcel. „Þetta er nokkuð nýtt fyrirkomulag,“ segir hann og útskýrir að markmið aðstandenda Reykjavik to Foundation sé að reka hliðstæðar hátíðir og Rotterdam-uppákomuna í fleiri löndum. Þannig eru fleiri hátíðir í bígerð í Berlín, Hamborg, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. „Við viljum ekki takmarka okkur við eitt land heldur horfa lengra og vonum að þessar hátíðir geti vaxið og dafnað með árunum og að þær verði haldnar reglulega í mismunandi borgum.“ Með því að kynna og markaðssetja íslenskar menningarhátíðir vonast félagið til þess að veita íslenskum listamönnum tækifæri á að kynna list sína fyrir breiðum hópi áhorfenda. Auk þess vill Reykjavik to Foundation stuðla að því að mynda tengsl meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Marcel segir að baki ástríðu sinni á íslenskri menningu búi sígild saga af snjóboltaáhrifum Sykurmolanna. „Ég sá myndband með þeim fyrir mörgum árum síðan og vissi þá ekki að þau voru Íslendingar heldur hafði ég bara áhuga á tónlistinni. Síðan kom ég hingað í frí og svo fór að ég ákvað að flytja til Íslands,“ segir hann. Á meðan Marcel beið eftir því að geta flutt nýtti hann tímann vel og varði kröftum sínum í að koma „Reykjavík to Rotterdam“ hátíðinni á fót. „Það var árið 2005 en sú hátíð gekk virkilega vel. Bæði aðstandendurnir og listamennirnir voru ánægðir með framtakið og þau tengsl sem mynduðust. Við sáum okkur leik á borði og ákváðum að stofna félag eða sjóð til þess að gera meira.“ Þegar Marcel er spurður hvort það sé ekki strembið að standa í svona skipulagningu af hugsjónamennsku segir hann að starfið sé skemmtilegt en útskýrir að aðstandendurnir vonist til þess að í framtíðinni sé hægt að launa erfiðið. „En svo er ég líka skilvirkur, ég er Hollendingur,“ segir hann hlæjandi. Hátíðin í Rotterdam fer fram í nóvember en meðal þátttakenda þar verða hljómsveitinar dáðu Ham og múm og Íslenski dansflokkurinn. Af þeim rúmlega tuttugu íslensku hljómsveitum sem eru á efnisskránni hafa einungis níu spilað áður á meginlandi Evrópu. Þar að auki verða sýndar fjölmargar kvikmyndir og stuttmyndir á hátíðinni. „Við erum með fjölbreyttan hóp af listafólki og í Rotterdam getum við byggt á þeim tengslum sem við sköpuðum síðast. Markmiðið okkar er þó ekki að róa alltaf á sömu miðin heldur viljum við bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Það væri auðvelt til dæmis að bóka bara þekkt bönd en okkur finnst fjölbreytnin mikilvægari.“ Nánari upplýsingar um Reykjavík to Foundation má finna á heimasíðunni www.reykjavik.to en þess má geta að félagið leitar nú að liðtæku samstarfsfólki sem þekkir vel til í Hamborg og Kaupmannahöfn. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund. Marcel er forsprakki Reykjavík to Foundation, félags sem skipuleggur nú íslensku menningarhátíðina „Reykjavík to Rotterdam“ í annað sinn. Í nóvember verður íslensk innrás í borginni þar sem fjöldi tónlistarfólks, myndlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og danslistafólk mun taka borgina með trompi en Marcel og félagar hans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa jarðveginn. Reykjavík to Foundation er þó ekki gróðabatterí heldur er þar unnið í sjálfboðaliðavinnu enn sem komið er. „Við erum með fólk hér á Íslandi og í Hollandi sem reynir að verja sem mestu af frítíma sínum í þetta,“ segir Marcel. „Þetta er nokkuð nýtt fyrirkomulag,“ segir hann og útskýrir að markmið aðstandenda Reykjavik to Foundation sé að reka hliðstæðar hátíðir og Rotterdam-uppákomuna í fleiri löndum. Þannig eru fleiri hátíðir í bígerð í Berlín, Hamborg, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. „Við viljum ekki takmarka okkur við eitt land heldur horfa lengra og vonum að þessar hátíðir geti vaxið og dafnað með árunum og að þær verði haldnar reglulega í mismunandi borgum.“ Með því að kynna og markaðssetja íslenskar menningarhátíðir vonast félagið til þess að veita íslenskum listamönnum tækifæri á að kynna list sína fyrir breiðum hópi áhorfenda. Auk þess vill Reykjavik to Foundation stuðla að því að mynda tengsl meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Marcel segir að baki ástríðu sinni á íslenskri menningu búi sígild saga af snjóboltaáhrifum Sykurmolanna. „Ég sá myndband með þeim fyrir mörgum árum síðan og vissi þá ekki að þau voru Íslendingar heldur hafði ég bara áhuga á tónlistinni. Síðan kom ég hingað í frí og svo fór að ég ákvað að flytja til Íslands,“ segir hann. Á meðan Marcel beið eftir því að geta flutt nýtti hann tímann vel og varði kröftum sínum í að koma „Reykjavík to Rotterdam“ hátíðinni á fót. „Það var árið 2005 en sú hátíð gekk virkilega vel. Bæði aðstandendurnir og listamennirnir voru ánægðir með framtakið og þau tengsl sem mynduðust. Við sáum okkur leik á borði og ákváðum að stofna félag eða sjóð til þess að gera meira.“ Þegar Marcel er spurður hvort það sé ekki strembið að standa í svona skipulagningu af hugsjónamennsku segir hann að starfið sé skemmtilegt en útskýrir að aðstandendurnir vonist til þess að í framtíðinni sé hægt að launa erfiðið. „En svo er ég líka skilvirkur, ég er Hollendingur,“ segir hann hlæjandi. Hátíðin í Rotterdam fer fram í nóvember en meðal þátttakenda þar verða hljómsveitinar dáðu Ham og múm og Íslenski dansflokkurinn. Af þeim rúmlega tuttugu íslensku hljómsveitum sem eru á efnisskránni hafa einungis níu spilað áður á meginlandi Evrópu. Þar að auki verða sýndar fjölmargar kvikmyndir og stuttmyndir á hátíðinni. „Við erum með fjölbreyttan hóp af listafólki og í Rotterdam getum við byggt á þeim tengslum sem við sköpuðum síðast. Markmiðið okkar er þó ekki að róa alltaf á sömu miðin heldur viljum við bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Það væri auðvelt til dæmis að bóka bara þekkt bönd en okkur finnst fjölbreytnin mikilvægari.“ Nánari upplýsingar um Reykjavík to Foundation má finna á heimasíðunni www.reykjavik.to en þess má geta að félagið leitar nú að liðtæku samstarfsfólki sem þekkir vel til í Hamborg og Kaupmannahöfn.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira