Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur 18. maí 2007 06:00 Mögnuð plata sem veitir manni bæði hugarró og gleði. Nákvæmlega það sem tónlist snýst að svo mörgu leyti um. Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira