Guðfaðir poppsins 5. júlí 2007 07:15 Sir Peter Blake Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira