Íslensk sýning í Hangar-7 31. júlí 2007 03:00 Lioba Reddeker, sýningarstjóri listasafnsins Hangar-7 í Austurríki, er stödd hér á landi að velja listamenn á sýningu tileinkaða Íslandi. Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir. „Ég er búin að taka ákvörðun um fjóra listamenn sem sýna hjá okkur í september. Það eru þeir Helgi Þorgils, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Kjartansson," segir Lioba Reddeker, aðalsýningarstjóri listagallerísins Hangar-7 í Austurríki, sem er stödd hér á landi til að skoða verk og hitta listamenn. „Ég mun velja þrjá aðra en það er ekki alveg komið á hreint enn hverjir það verða."Gróska í listasenunniÍ Hangar-7 eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og mörg þúsund manns koma á allar sýningar þar.Lioba er afar hrifin af íslensku listasenunni og finnst hún sjá annað sjónarhorn í verkum listamanna hér en annars staðar sem hún hefur komið. „Það er ótrúlega mikið að gerast hérna miðað við fólksfæðina. Það hljómar eins og klisja en mér finnst afar merkilegt að sjá að flestir listamennirnir hér skapa algerlega sinn eigin heim. Þeir taka inn það sem er að gerast en vinna svo úr því á afar persónulegan hátt. Þeir virðast líka ekki hafa neina þörf til að vera í andstöðu við listasöguna eða gamlar hefðir. Þeir taka bara það sem hentar þeim og hafna hinu áreynslulaust." Lioba segir það hafa verið ótrúlegt að koma inn á vinnustofuna hjá Helga Þorgils. Eins er hún hrifin af ungu listamönnunum sem hún er búin að velja og hlakkar til að sjá hvað gerist í kjölfar sýningarinnar í Hangar-7. Óvenjulegt listasafnListasafnið Hangar-7 er gamalt flugskýli sem hefur verið breytt í lista- og flugvélasafn í mikilfenglegri glerbyggingu. Hangar-7 er ekki hefðbundið listasafn, það eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og stór hluti fólksins sem heimsækir safnið er ekki að koma til að skoða listaverk heldur flugvélar eða til að borða á veitingastaðnum á safninu. „Helsta vandamál nútímalistasafna er að fá fólk inn í söfnin því nútímalist er oft óaðgengileg fyrir almenning. Í Hangar-7 fáum við mikið af fólki sem fer almennt ekki á listasöfn. Það koma á milli tíu og tuttugu þúsund manns á hverja sýningu hjá okkur sem er mjög óvenjulegt."Lioba segir að reynt sé að skilja gestina ekki úti í kuldanum og allir gestirnir fái sýningarskrá í bókarformi þar sem öll verkin eru skýrð ítarlega og gerð aðgengilegri sem skili sér í auknum skilningi á nútímalist.Ísland í Hangar-7Síðustu ár hafa verið haldnar sýningar í safninu þar sem einblínt hefur verið á eitt land og nú í september er röðin komin að Íslandi. Það er mikill fengur í því að sýna þarna því að sögn Liobu hafa sýningar þarna komið mörgum óþekktum listamönnum á kortið. „Margir listamenn sem hafa sýnt hér hafa selt það vel að bæði geta þeir lifað á því í einhvern tíma og stór gallerí þora að taka þá inn þegar þeir eru búnir að sýna fram á að verkin þeirra seljist. Við erum mjög ánægð þegar okkur tekst að hjálpa til við að fá boltann til að rúlla hjá listafólki," segir Lioba að lokum. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir. „Ég er búin að taka ákvörðun um fjóra listamenn sem sýna hjá okkur í september. Það eru þeir Helgi Þorgils, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Kjartansson," segir Lioba Reddeker, aðalsýningarstjóri listagallerísins Hangar-7 í Austurríki, sem er stödd hér á landi til að skoða verk og hitta listamenn. „Ég mun velja þrjá aðra en það er ekki alveg komið á hreint enn hverjir það verða."Gróska í listasenunniÍ Hangar-7 eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og mörg þúsund manns koma á allar sýningar þar.Lioba er afar hrifin af íslensku listasenunni og finnst hún sjá annað sjónarhorn í verkum listamanna hér en annars staðar sem hún hefur komið. „Það er ótrúlega mikið að gerast hérna miðað við fólksfæðina. Það hljómar eins og klisja en mér finnst afar merkilegt að sjá að flestir listamennirnir hér skapa algerlega sinn eigin heim. Þeir taka inn það sem er að gerast en vinna svo úr því á afar persónulegan hátt. Þeir virðast líka ekki hafa neina þörf til að vera í andstöðu við listasöguna eða gamlar hefðir. Þeir taka bara það sem hentar þeim og hafna hinu áreynslulaust." Lioba segir það hafa verið ótrúlegt að koma inn á vinnustofuna hjá Helga Þorgils. Eins er hún hrifin af ungu listamönnunum sem hún er búin að velja og hlakkar til að sjá hvað gerist í kjölfar sýningarinnar í Hangar-7. Óvenjulegt listasafnListasafnið Hangar-7 er gamalt flugskýli sem hefur verið breytt í lista- og flugvélasafn í mikilfenglegri glerbyggingu. Hangar-7 er ekki hefðbundið listasafn, það eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og stór hluti fólksins sem heimsækir safnið er ekki að koma til að skoða listaverk heldur flugvélar eða til að borða á veitingastaðnum á safninu. „Helsta vandamál nútímalistasafna er að fá fólk inn í söfnin því nútímalist er oft óaðgengileg fyrir almenning. Í Hangar-7 fáum við mikið af fólki sem fer almennt ekki á listasöfn. Það koma á milli tíu og tuttugu þúsund manns á hverja sýningu hjá okkur sem er mjög óvenjulegt."Lioba segir að reynt sé að skilja gestina ekki úti í kuldanum og allir gestirnir fái sýningarskrá í bókarformi þar sem öll verkin eru skýrð ítarlega og gerð aðgengilegri sem skili sér í auknum skilningi á nútímalist.Ísland í Hangar-7Síðustu ár hafa verið haldnar sýningar í safninu þar sem einblínt hefur verið á eitt land og nú í september er röðin komin að Íslandi. Það er mikill fengur í því að sýna þarna því að sögn Liobu hafa sýningar þarna komið mörgum óþekktum listamönnum á kortið. „Margir listamenn sem hafa sýnt hér hafa selt það vel að bæði geta þeir lifað á því í einhvern tíma og stór gallerí þora að taka þá inn þegar þeir eru búnir að sýna fram á að verkin þeirra seljist. Við erum mjög ánægð þegar okkur tekst að hjálpa til við að fá boltann til að rúlla hjá listafólki," segir Lioba að lokum.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira