NBA - Tveir leikir í framlengingu 1. apríl 2007 10:08 Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86. Erlendar Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira