Hitzfeld treystir á heimavöllinn 11. apríl 2007 12:45 NordicPhotos/GettyImages Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira