Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar 14. maí 2007 20:21 Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira