Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn 26. maí 2007 18:45 Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira