Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara 27. maí 2007 18:56 Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira