Tveir teknir á metamfetamíni 3. júní 2007 12:18 Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira