Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:15 Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira