Þriggja ára bið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júlí 2007 18:45 Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira