Matur

BBQ grísarif

Leiðbeiningar

Kryddið rifin mjög vel með kryddinu og grillið í 5 mín á hvorri hlið. Setjið síðan yfir í pott og hellið bbqsósunni og bjórnum yfir, látið fljóta yfir kjötið og sjóðið við vægan hita í 2 klst.

Takið svínarifin úr pottinum og berið fram með sósunni fersku salati og kartöflum. Síðan er bara best að ráðast á safarík rifinn með höndunum og naga eftir að þau hafa verið skorin niður. Nauðsynlegt er að hafa nóg af servéttum við höndina og allrabest að bera fram skolskál með sítrónuvatni fyrir hvern og einn.

2 ½ kg grísarif

Cape spicy barbeque seasoning

2 flöskur Jack Daniels barbequesósa

2 dósir bjór eða léttöl








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.