Úrslitaeinvígið í NBA hefst í nótt 5. júní 2008 00:01 Kevin Garnett og Kobe Bryant mætast í úrslitaeinvígi NBA sem hefst í nótt NordcPhotos/GettyImages Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Boston var án nokkurs vafa lið deildarkeppninnar í NBA. Liðið hafnaði í neðsta sæti Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð, en átti mesta viðsnúning í sögu deildarinnar í vetur þegar það vann 66 leiki og náði bestum árangri allra liða. Mestu munaði þar um liðsstyrkinn sem liðið fékk síðasta sumar þegar það landaði framherjanum Kevin Garnett frá Minnesota Timberwolves og skotbakverðinum Ray Allen frá Seattle Supersonics. Þessir tveir leikmenn, ásamt Paul Pierce sem fyrir var hjá liðnu, hafa myndað sterkt þríeyki sem á stærstan þátt í velgengninni í vetur. Þá er þó ekki allt upp talið, því varnarleikur Boston í vetur var frábær og það er ekki síst fyrir hann sem liðið vann eins marga leiki og raun bar vitni. Þá hafa leikmenn eins og Rajon Rondo, Kendrick Perkins, James Posey og fleiri átt stóran þátt í viðsnúningi Boston. Leikmenn Boston voru fljótir að koma niður á jörðina þegar úrslitakeppnin hófst og lentu raunar í mesta basli í tveimur fyrstu umferðunum. Boston mætti Atlanta Hawks í fyrstu umferð og vann auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli, en gat ekki með nokkru móti unnið á útivelli og þurfti því sjö leiki til að klára Atlanta-liðið. Þá fóru að heyrast efasemdarraddir um möguleika Boston í úrslitakeppninni, enda var Atlanta liðið aðeins með 45% vinningshlufall í deildarkeppninni. Það sama var uppi á teningnum í annari umferðinni þar sem Boston gekk vel á heimavelli en enn þurfti liðið sjö leiki til að slá LeBron James og félaga út úr keppninni. Margir höfðu því áhyggjur fyrir hönd Boston þegar ljóst varð að mótherjinn yrði Detroit Pistons í úrslitum Austurdeildarinnar. Þessar áhyggjur minnkuðu ekki þegar Detroit varð fyrsta liðið í úrlslitakeppninni til að leggja Boston að velli í Boston og jafnaði stöðuna í 1-1 í einvíginu. Boston menn þjöppuðu sér hinsvegar saman og unnu einvígið að lokum 4-2. Liðið vann tvo útileiki í Detroit og er því vel að því komið að mæta gömlu erkifjendunum frá Los Angeles í úrslitum.Gasol gerði gæfumuninnPau GasolSegja má að leiktíðin hjá LA Lakers hafi verið ein rússíbanareið. Útlitið var ekki gott hjá stuðningsmönnum liðsins í fyrrasumar þegar Kobe Bryant gaf það út í viðtali að hann vildi fara frá liðinu.Bryant þótti forráðamenn félagsins ekki mæta metnaði sínum og vildi reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Því var slegið föstu að skorarinn mikli færi frá Lakers, en svo fór að lokum að mönnum tókst að róa kappann niður og sannfæra hann um að fara hvergi.Hafi Bryant verið alvara með að fara frá Lakers, þarf hann sannarlega ekki að sjá eftir því í dag, því líklega á ekkert lið í NBA sér eins bjarta framtíð næstu fimm árin og Lakers.Það var hávaxinn Spánverji að nafni Pau Gasol sem breytti landslaginu svona rækilega, en hann var fenginn til Lakers í eftirtektarverðum leikmannaskiptum í febrúar.Gárungarnir hafa kallað skiptin "Stóra Gasol ránið" enda eru flestir á því að Memphis hafi bókstaflega "gefið" Lakers-liðinu spænska landsliðsmanninn.Hvað sem því líður, small Gasol ótrúlega fljótt inn í sóknarleik Lakers og síðan hefur liðið verið á ótrúlegri siglingu. Skömmu áður en Gasol kom til liðsins varð það fyrir því óláni að missa miðherjann unga Andrew Bynum í meiðsli og hefur hann ekki komið við sögu hjá liðinu síðan. Það hefur þó í raun ekki komið að sök, því liðið hefur verið óstöðvandi síðan í febrúar.Þá má auðvitað ekki gleyma þætti Kobe Bryant, sem var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur eftir frábært ár. Bryant er almennt álitinn besti leikmaður deildarinnar og gæti átt eftir að gera gæfumuninn í úrslitaeinvíginu.Lakers mætti Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og vann fádæma öruggan 4-0 sigur í einvíginu. Næst á dagskrá var lið Utah, en þó þar hafi mótspyrnan verið öllu meiri, var sigur þeirra gulklæddu aldrei í hættu í einvíginu.Lakers mætti svo sjálfum meisturunum í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar og vann þar frækinn 4-1 sigur.Það er því ekki hægt að segja annað en að Lakers liðið sé mjög vel að því komið að komast í úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2004.Björguðu NBA deildinniNordicPhotos/GettyImagesBoston og Lakers hafa sem fyrr segir ekki mæst í úrslitum NBA síðan árið 1987. Liðin hafa 10 sinnum mæst í úrslitunum í sögunni og hafði Boston betur í fyrstu átta skiptin.Þau mættust þrisvar í úrslitum á níunda áratugnum. Boston vann árið 1984, en Lakers árin 1985 og 1987.Á þessum árum voru það þeir Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lakers sem fóru fyrir liðunum. Báðir eru í heiðurshöll körfuboltans og almennt álitnir tveir bestu körfuboltamenn allra tíma.NBA deildin var í mikilli lægð þegar þeir Bird og Johnson komu inn í hana undir lok áttunda áratugarins. Einvígi þeirra tveggja, sem var hófst þegar þeir léku með skólaliðum sínum, varð til þess að rífa deildina á mun hærra plan og leggja grunninn að því sem hún er í dag. Það er því oft talað um að þeir Bird og Johnson hafi "bjargað NBA deildinni"Þessi tvö sigursælustu lið í sögu NBA deildarinnar eiga sér því magnaða sögu og þeir sem fylgst hafa með NBA boltanum síðan hann fór að sjást á skjánum hér á fróni eru margir hverjir fylgismenn þessara tveggja liða.Margir stilla úrslitaeinvíginu upp sem rimmu bestu sóknar deildarinnar (Lakers) gegn bestu vörn deildarinnar (Boston), en ljóst er að bæði lið eru mjög vel skipuð og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðuna.Önnur áhugaverð staðreynd til að hleypa lífi í einvígið er sú að Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur með því að hafa betur í úrslitaeinvíginu orðið sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA.Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari, sex með Chicago Bulls og þrjá með Lakers - og getur komist fram úr Boston-goðsögninni Red Auerbach með tíunda titlinum sínum. Fyrstu tveir leikirnir í einvíginu fara fram í Boston, næstu þrír í Los Angeles og síðustu tveir svo í Boston ef með þarf.Allir leikirnir í lokaúrslitunum í NBA verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er sá fyrsti í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í lokaúrslitunum.fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 og eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Boston var án nokkurs vafa lið deildarkeppninnar í NBA. Liðið hafnaði í neðsta sæti Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð, en átti mesta viðsnúning í sögu deildarinnar í vetur þegar það vann 66 leiki og náði bestum árangri allra liða. Mestu munaði þar um liðsstyrkinn sem liðið fékk síðasta sumar þegar það landaði framherjanum Kevin Garnett frá Minnesota Timberwolves og skotbakverðinum Ray Allen frá Seattle Supersonics. Þessir tveir leikmenn, ásamt Paul Pierce sem fyrir var hjá liðnu, hafa myndað sterkt þríeyki sem á stærstan þátt í velgengninni í vetur. Þá er þó ekki allt upp talið, því varnarleikur Boston í vetur var frábær og það er ekki síst fyrir hann sem liðið vann eins marga leiki og raun bar vitni. Þá hafa leikmenn eins og Rajon Rondo, Kendrick Perkins, James Posey og fleiri átt stóran þátt í viðsnúningi Boston. Leikmenn Boston voru fljótir að koma niður á jörðina þegar úrslitakeppnin hófst og lentu raunar í mesta basli í tveimur fyrstu umferðunum. Boston mætti Atlanta Hawks í fyrstu umferð og vann auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli, en gat ekki með nokkru móti unnið á útivelli og þurfti því sjö leiki til að klára Atlanta-liðið. Þá fóru að heyrast efasemdarraddir um möguleika Boston í úrslitakeppninni, enda var Atlanta liðið aðeins með 45% vinningshlufall í deildarkeppninni. Það sama var uppi á teningnum í annari umferðinni þar sem Boston gekk vel á heimavelli en enn þurfti liðið sjö leiki til að slá LeBron James og félaga út úr keppninni. Margir höfðu því áhyggjur fyrir hönd Boston þegar ljóst varð að mótherjinn yrði Detroit Pistons í úrslitum Austurdeildarinnar. Þessar áhyggjur minnkuðu ekki þegar Detroit varð fyrsta liðið í úrlslitakeppninni til að leggja Boston að velli í Boston og jafnaði stöðuna í 1-1 í einvíginu. Boston menn þjöppuðu sér hinsvegar saman og unnu einvígið að lokum 4-2. Liðið vann tvo útileiki í Detroit og er því vel að því komið að mæta gömlu erkifjendunum frá Los Angeles í úrslitum.Gasol gerði gæfumuninnPau GasolSegja má að leiktíðin hjá LA Lakers hafi verið ein rússíbanareið. Útlitið var ekki gott hjá stuðningsmönnum liðsins í fyrrasumar þegar Kobe Bryant gaf það út í viðtali að hann vildi fara frá liðinu.Bryant þótti forráðamenn félagsins ekki mæta metnaði sínum og vildi reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Því var slegið föstu að skorarinn mikli færi frá Lakers, en svo fór að lokum að mönnum tókst að róa kappann niður og sannfæra hann um að fara hvergi.Hafi Bryant verið alvara með að fara frá Lakers, þarf hann sannarlega ekki að sjá eftir því í dag, því líklega á ekkert lið í NBA sér eins bjarta framtíð næstu fimm árin og Lakers.Það var hávaxinn Spánverji að nafni Pau Gasol sem breytti landslaginu svona rækilega, en hann var fenginn til Lakers í eftirtektarverðum leikmannaskiptum í febrúar.Gárungarnir hafa kallað skiptin "Stóra Gasol ránið" enda eru flestir á því að Memphis hafi bókstaflega "gefið" Lakers-liðinu spænska landsliðsmanninn.Hvað sem því líður, small Gasol ótrúlega fljótt inn í sóknarleik Lakers og síðan hefur liðið verið á ótrúlegri siglingu. Skömmu áður en Gasol kom til liðsins varð það fyrir því óláni að missa miðherjann unga Andrew Bynum í meiðsli og hefur hann ekki komið við sögu hjá liðinu síðan. Það hefur þó í raun ekki komið að sök, því liðið hefur verið óstöðvandi síðan í febrúar.Þá má auðvitað ekki gleyma þætti Kobe Bryant, sem var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur eftir frábært ár. Bryant er almennt álitinn besti leikmaður deildarinnar og gæti átt eftir að gera gæfumuninn í úrslitaeinvíginu.Lakers mætti Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og vann fádæma öruggan 4-0 sigur í einvíginu. Næst á dagskrá var lið Utah, en þó þar hafi mótspyrnan verið öllu meiri, var sigur þeirra gulklæddu aldrei í hættu í einvíginu.Lakers mætti svo sjálfum meisturunum í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar og vann þar frækinn 4-1 sigur.Það er því ekki hægt að segja annað en að Lakers liðið sé mjög vel að því komið að komast í úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2004.Björguðu NBA deildinniNordicPhotos/GettyImagesBoston og Lakers hafa sem fyrr segir ekki mæst í úrslitum NBA síðan árið 1987. Liðin hafa 10 sinnum mæst í úrslitunum í sögunni og hafði Boston betur í fyrstu átta skiptin.Þau mættust þrisvar í úrslitum á níunda áratugnum. Boston vann árið 1984, en Lakers árin 1985 og 1987.Á þessum árum voru það þeir Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lakers sem fóru fyrir liðunum. Báðir eru í heiðurshöll körfuboltans og almennt álitnir tveir bestu körfuboltamenn allra tíma.NBA deildin var í mikilli lægð þegar þeir Bird og Johnson komu inn í hana undir lok áttunda áratugarins. Einvígi þeirra tveggja, sem var hófst þegar þeir léku með skólaliðum sínum, varð til þess að rífa deildina á mun hærra plan og leggja grunninn að því sem hún er í dag. Það er því oft talað um að þeir Bird og Johnson hafi "bjargað NBA deildinni"Þessi tvö sigursælustu lið í sögu NBA deildarinnar eiga sér því magnaða sögu og þeir sem fylgst hafa með NBA boltanum síðan hann fór að sjást á skjánum hér á fróni eru margir hverjir fylgismenn þessara tveggja liða.Margir stilla úrslitaeinvíginu upp sem rimmu bestu sóknar deildarinnar (Lakers) gegn bestu vörn deildarinnar (Boston), en ljóst er að bæði lið eru mjög vel skipuð og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðuna.Önnur áhugaverð staðreynd til að hleypa lífi í einvígið er sú að Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur með því að hafa betur í úrslitaeinvíginu orðið sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA.Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari, sex með Chicago Bulls og þrjá með Lakers - og getur komist fram úr Boston-goðsögninni Red Auerbach með tíunda titlinum sínum. Fyrstu tveir leikirnir í einvíginu fara fram í Boston, næstu þrír í Los Angeles og síðustu tveir svo í Boston ef með þarf.Allir leikirnir í lokaúrslitunum í NBA verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er sá fyrsti í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í lokaúrslitunum.fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 og eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira