Vinsæll bloggari gefur út bók 2. október 2008 07:00 „Ég notaðist mest við það sem ég skrifaði á blogginu og lokaði því fyrir þær færslur, en ég breytti auðvitað miklu og bætti líka inn nýju efni,“ segir Jóna um bók sína Sá einhverfi og við hin. „Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira