Matur

Grilluð nautalund með plómusósu

Aðalréttur fyrir 4

700 g nautalund

Salt og pipar

4 stk kartöflur

1 pakki tempuradeig

Olía til djúpsteikingar

Aðferð

Skerið nautalundina í litlar steikur. Kryddið með salti og pipar. Grillið á grilli í c.a. 3 mín á hvorri hlið.

Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar (í mandólíni eða með hníf).

Blandið tempuradeigið eins og sagt er á pakkanum en notið ískalt vatn.

Takið smá af tempuradeiginu til hliðar til að dýfa kartöflunum upp úr áður en þær eru settar í degið.

Djúpsteikið í olíu sem er 180°c í ca. 5-6 mín og snúið reglulega.

Plómusósa:

1 krukka plómusósa

100 ml mirin

1 msk chilli paste

Safi úr 1 stk lime

Aðferð

Allt sett í skál og blandað saman.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.