Þröstur endurheimti Edduna 30. nóvember 2008 10:00 Þröstur hefur loksins fengið styttuna í sínar hendur. Dóttir hans fékk síðan styttuna að gjöf. „Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira